SCHRAMMEK Luxusjurtaandlitsbad 90 min

jurta2
Húðin er hreinsuð með Super Soft Cleanser og Herbal Care Lotion. Siðan er blandaður djúphreinsirinn Super Enzyme Peeling og hann borinn á húðina og látinn liggja á í um 10-15 mín í gufu. Ef að húðin er extra viðkvm þá er notaður djúphreinsirinn Perfect Skin Peeling. Því næst er sett 1/2 ampúla á húðina sem að er valin eftir viðeigandi húðgerð en ampúlur eru hreinasta og besta efni sem að húðin getur fengið á sig.

Því næst er jurtamaskinn blandaður og til eru 3 mismunandi maskar allt eftir því hverju verið er að leitast eftir í meðferðini. Til eru Vital, Pure og Relax. Næst er sett augnkrem annað hvort High Perfection eye cream eða Hydra Force eye Fluid á augnsvæðið og kaldur bómull lagður yfir augun og grisja sett yfir andlitið. Volg jurtablandan er nú borin yfir grisjuna og látin liggja á andlitinu í um 15-20 mín. Á meðan að maskinn er á andlitinu eru hendur og fætur nuddaðir með Ceraderm Proffessional Cream. Maskinn er svo tekinn af andlitinu og restin af jurtunum þrifin af með Herbal Care Lotion. Því næst er hinn helmingurinn af ampúlunni borinn á andlitið og svo eru andlit, háls, herðar og höfuð nudduð í u.m.b 20 mín. Húðin er svo þvegin með volgu vatni og viðeigandi krem borið á húðina.

Verð 18.500-