SCHRAMMEK 60min Lúxusjurtaandlitsbað

jurta1
Húðin er hreinsuð með Super Soft Cleanser og Herbal Care Lotion. Síðan er húðin djúphreinsuð með Perfect Skin Peeling. Því næst er sett 1/2 ampúla á húðina, valin eftir viðeigandi húðgerð, en ampúlur eru virkasta efnið sem að þú getur sett á húðina.

Því næst er jurtamaskinn blandaður. Til eru þrjár mismunandi tegundir af maska, valið eftir  húðgerð hverju sinni, Vital, Pure og Relax. Næst er High Perfection eye cream eða Hydra force eye fluid borið á augnsvæðið, kaldur bómull settur yfir augun og grisja sett yfir andlitið. Maskinn borinn á andlitið og hann látinn liggja á húðini í um 15-20 mín. A meðan að maskinn er á eru háls og herðar nuddaðar með Ceraderm Proffessional Cream. Jurtamaskinn er svo tekinn af og restin af jurtunum tekið af með Herbal Care Lotion. Hinum helmingnum af ampúlunni er svo nuddað inn í húðina og andlit og höfuðið svo nuddað með Ceraderm Proffessional Cream. Húðin er svo þvegin með volgu vatni og viðeigandi krem borið á húðina.

Verð 12.000-